Þetta er Ísland
Hún er íslendingur
Hún er álfur
Hún er heilbrigð
Hún reykir vindla
Hún er köld
Hún er alein
ÞAÐ SEM ÞÚ Í RAUN SÁST
Þú veist ekki hvað þetta er. Þetta gæti verið auglýsing eða erlend
bíómynd. Þú veist ekki að þetta er Ísland; bakgrunnurinn gæti
verið fenginn að láni eða jafnvel sviðsmynd frá Hollywood.
Staðreyndin er sú að þú veist ekki hvort þessi stúlka er Íslendingur
eða ekki. Hún gæti verið í heimsókn. Þú veist ekki hvort þessi stúlka
er álfur eða ekki; það eina sem þú kannast við eru glampandi augu
hennar. Þú veist ekki að hún er heilbrigð. Þú tekur aðeins eftir að
blær hörundar hennar er í meðallagi. Þú veist ekki að hún í raun reykir
vindla. Þú sérð einungis skýjabakkana fyrir ofan. Þú veist ekki að
henni er kalt. Græna peysan fannst kanski á ströndinni eða var fengin
að láni hjá vini. Þú veist ekki hvort hún er ein. Þó hún sé eina
manneskjan sem sést í rammanum.
Joshua Trees, listamaður og hönnuður, Los Angeles